Handboltinn að byrja / nýtt gólf í KA heimilinu

Nú fer að líða að því að handboltafólk taki fram skóna og hefji æfingar. Planið var að byrja æfingar mánudaginn 29. ágúst, en vegna framkvæmda í K.A. heimilinu gengur það ekki eftir. 3 og 4 flokkur eru reyndar byrjuð í útihlaupum og styrktaræfingum.

Staðan á salnum er þannig að gólfið er ekki alveg tilbúið, en þó langt komið.  Það sem aðallega stoppar æfingar er frágangur vegna palla. Járnvinklar standa út úr gömlu pöllunum og getur það skapað hættu, sérstaklega fyrir yngstu krakkana og er því ekki forsvaranlegt að hefja æfingar á meðan ástandið er svona.  Framkvæmdastjóri KA fer á fund hjá Fasteignum Ak.bæjar á mánudag og þá skýrist frekar hvernig framhaldið verður.

Næstkomandi miðvikudag eða fimmtudag ætlar Logi Geirsson, í samstarfi við unglingaráð K.A. að vera hér í K.A. heimilinu og bjóða öllum iðkendum Asics handboltaskó á 25% afslætti.   Nánari tímasetning verður sett inn á heimasíðuna um leið og hún verður komin á hreint og hvetjum við alla til að koma við í K.A. heimilinu, fá ráðleggingar hjá Loga og eignast frábæra handboltaskó á góðu verði.

Þó svo að við getum ekki byrjað eins snemma og við ætluðum okkur þá erum við viss um að veturinn verður góður.  Við verðum með nýtt og betra gólf og þ.a.l. vonandi minna um aum hné, ökla og bak hjá iðkendum.  Við verðum með fullt að góðum þjálfurum, sem eru með mikla reynslu og fullir áhuga.

3.karla Einvarður Jóhannsson
3.kvenna Óðinn Stefánsson
4.karla Jóhannes Bjarnason
4.kvenna Halldór Tryggvason og Jóhannes Bjarnason
5.karla Haddur Stefánsson og Sigþór Árni Heimisson
5.kvenna Stefán Guðnason og Kolbrún Einarsdóttir
6.karla Jóhann Gunnar Jóhannsson
6.kvenna Inga Dís Sigurðardóttir
7.karla Sævar Árnason
7-8 kvenna Einvarður Jóhannsson og aðstoðarkonur
8. karla Heimir Örn Árnason

Við vonumst til að æfingar geti byrjað í salnum í síðasta lagi mánudaginn 5.sep.  Frekari upplýsingar verða settar á síðuna strax og málin skýrast.

Unglingaráð handknattleiksdeildar K.A.