Leik KA/Þór í meistaraflokki í handbolta sem átti að vera á laugardaginn hefur verið frestað vegna veðurútlits um helgina.
Liðið hefur farið vel af stað í 2. deildinni og unnið alla sína þrjá leiki og eru úrslitin eftirfarandi:
KA/Þór - HK 26-10 (11-6)
Haukar - KA/Þór 14-28 (6-15)
ÍR - KA/Þór 27-32 (14-12)
Á sunnudaginn voru einnig fyrirhugaðir tveir leikir í kvennahandboltanum hjá KA /Þór gegn ÍR, annar í 4. fl. og hinn í 3. fl. Þessum leikjum hefur sömuleiðis verið frestað vegna óveðursins sem geysar um allt land.