4. flokkur kvenna áfram í bikarnum.

4. flokkur kvenna er kominn áfram í bikarnum efti röruggan sigur á Aftureldingu 3. Stelpurnar spiluðu frábærlega í leiknum og steig engin þeirra feilspor, nema jú kannski Berghildur Hermannsdóttir sem missteig sig illa snemma leiks. Vonandi að þau meiðsli reynist ekki of alvarleg. 


Í raun er fátt hægt að segja um þennan leik. Hins vegar er þó eitt sem verður að nefna. Þar sem aldurs og getu munur var á liðunum fengu leikmenn að spreyta sig í hinum ýmsu stöðum. Þar á meðal fékk línumaðurinn Harpa Jónsdóttir að prófa hægri skyttu í sókninni. Hún var ekki búin að vera þar nema um það bil tíu sekúndur þegar hún skoraði fallegasta mark helgarinnar. Fékk boltann frá miðjunni, reif sig upp á einu skrefi og hamraði boltann í vinkilinn fjær. Hammer time. 

Landsliðsæfingar voru í gangi hjá 98 árgangnum þessa helgi og þar átti KA/Þór fjóra fulltrúa sem gátu eðlilega ekki leikið með um helgina var því tekið á það ráð að fresta leiknum sem átti að vera á Selfossi hjá eldra árs liðinu í 1. deildinni enda fjórir sterkir póstar fjarverandi, en yngra árs stelpurnar spila stórt hlutverk í eldra árs liðinu. Leikirnir hjá yngra árs liðinu stóðu þó áfram. Til að fylla upp í liðið voru fengnar að láni þrjár stelpur úr 5. flokknum. Það er skemmst frá því að segja að báðir leikirnir sigruðust nokkuð örugglega og er yngra árs liðið því ennþá taplaust í 2. deildinni.

Veturinn horfir því vel við hjá 4. flokksstelpunum en betur má ef duga skal. Það þýðir ekkert að fara að slaka á núna. Þær hafa æft af krafti frá byrjun tímabils en nú fer að koma að þeim tíma þar sem þær þurfa mest á því að halda að æfa vel og halda einbeitingu. Oft vill hausinn fara annað þegar hátíð ljós og friðar gengur í garð en þá er akkúrat mikilvægasti tíminn til að æfa.