Fyrsta mót vetrarins hjá 6. flokk yngra ári fór fram á Akureyri um helgina í umsjá KA og Þórs.
Mótið hófst kl. 8:30 á laugardagsmorgun og var spilað á 4 völlum og lauk því um kl. 14:30 á sunnudaginn.
Á laugardagskvöldinu var haldið diskótek fyrir hópinn þar sem þau skemmtu sér greinilega vel og einhver orka var greinilega eftir miðað
við dansinn og sönginn hjá þeim.
Alls mættu til keppni 53 lið frá 17 félögum og voru keppendur 334 í heildina, 212 strákar frá 17 félögum og 122 stelpur frá 12
félögum. Þjálfarar og farastjórar voru 76 skráðir með keppnisliðunum og þar fyrir utan var mikill fjöldi foreldra sem fylgdu
krökkunum og var gaman að sjá þennan mikla fjölda mættan til Akureyrar til að styðja við sína krakka.
Mótið fór í alla staði vel fram og voru keppendur, þjálfarar og áhorfendur mjög prúðir og ánægjan skein úr hverju
andliti og var gaman að sjá þennan mikla fjölda áhorfenda og keppenda sem mörg hver voru að stíga sín fyrstu skref á handboltavellinum
í keppni.
Hápunktur mótsins var svo á sunnudaginn þegar úrslit fóru að ráðast. Hjá strákunum þá unnu Grótta 1.
styrkleika flokk og hjá stelpunum unnu Haukar 1. styrkleikaflokk.
KA og Þór vilja þakka öllum þeim sjálfboðaliðum og styrktaraðilum sem gerðu það mögulegt að halda slíkt
mót. Meðfylgjandi eru myndir Þóris Tryggvasonar frá mótinu.