Fréttir

KA í úrslit í blakinu

KA tryggði sig í gær í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla og þar með getur liðið unnið þrefalt í ár því nú þegar eru komnir í hús bæði deildarmeistara- og bikarameistaratitillinn.

KA Íslandsmeistari í 3.fl. karla

Síðari hluti Íslandsmóts yngriflokka BLÍ var haldið að Varmá í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Nær 450 krakkar tóku þátt í mótinu. Íslandsmeistarar voru krýndir í 2., 3., 4. og 5. flokki í báðum kynjum.  Í 3. flokki drengja varð KA Íslandsmeistari, í 4. flokki drengja varð KA í öðru sæti í 5. flokki drengja varð KA í 3. sæti og í 3. flokki stúlkna varð KA í 4. sæti.    

KA marði baráttuglaða Þróttara 3-2

Fyrsti leikurinn í úrslitakeppninni fór fram í KA-heimilinu í kvöld. KA tók á móti Þrótti sem lenti í fjórða sæti í deildarkeppninni. Boltastrákar í leiknum voru Haukur Valtýs og Einar Hólmgeirs. Stóðu þeir sig með miklum sóma. KA liðið er ekki árennilegt og hefur unnið hvern leikinn af öðrum upp á síðkastið án þess að tapa hrinu. Þróttarar tóku þó KA 0:3 hér á dúknum fyrr í vetur og þeir voru ekki fjarri því að endurtaka leikinn í kvöld.

KA-menn hefja titilvörnina í kvöld í blakinu

Í kvöld kl. 19.30 taka KA-menn á móti Reykjavíkur-Þrótturum í fyrsta leik í úrslitakeppni Íslandsmótsins í blaki karla. Leikurinn fer að sjálfsögðu fram í KA-heimilinu. Í hinum leiknum í undanúrslitum mætast HK og Stjarnan syðra.

Annar titill í hús hjá sleggjunum í karlablakinu

Karla- og kvennalið KA voru í erldlínunni fyrir sunnan um helgina og spiluðu tvo leiki hvort. Karlalið KA rúllaði yfir Fylki og HK og  tryggði sér þar með deildarmeistaratitilinni. Kvennaliðið tapaði fyrir Ými í gær en vann Stjörnuna í dag í hörkuleik og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni.

KA bikarmeistarar í blaki.

Mfl karla varði í gær bikarmeistaratitil sinn í blaki þegar liðið lagði Stjörnuna í úrslitaleik í Lagardagshöll.

Bikarkeppni BLÍ um helgina 19-20. mars - KA með bæði liðin í undarúrslitum

Bikarkeppni BLÍ fer fram um helgin í Laugardalshöll en úrslitaleikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV, sunnudaginn 20. mars.

Öruggur 3-0 sigur KA gegn Stjörnunni um helgina

KA lagði lið Stjörnunnar nokkuð örugglega um helgina.  Hilmar Sigurjónsson fyrrum KA maður mætti á gamla heimavöllinn en gat lítið gert við sigri KA í leiknum.  Heimamenn unnu leikinn örugglega 3-0.  

Bikarmeistarar 2011

Um helgina fór fram Bikarmót BLÍ í 2. og 3. flokki. Mótið fór fram í Fylkishöllinni í Reykjavík. KA átti lið í 3. flokki karla og kvenna. Það er skemmst frá því að segja að liðin stóðu sig geysilega vel. Stelpurnar urðu bikarmeistarar með fullt hús stiga og einungis eina tapaða hrinu á móti Stjörnunni í miklum baráttuleik. Í þeim leik unnu þær fyrstu hrinuna 25 – 23, töpuðu næstu 22 – 25 og unnu svo þriðju og síðustu hrinuna 16 – 14. Það var því mikil spenna allt til loka leiksins. Aðra leiki sigruðu þær nokkuð örugglega. Þetta eru frábærar stelpur sem eiga framtíðina fyrir sér í íþróttinni!   Strákarnir urðu í 2. sæti á mótinu. Þeir áttu í basli með Stjörnuna í fyrsta leiknum og töpuðu honum. Eftir það rifu þeir sig svo upp og unnu alla leikina sem eftir voru. Þessir strákar eru mjög ungir – flestir á yngsta ári í 3. flokki og sumir hverjir í 4. flokki – þannig að það er ljóst að þarna eru gríðarlega efnilegir strákar á ferðinni. Þess má geta að þeir eru efstir eftir fyrri hluta íslandsmótsins og ljóst að þeir gefa það sæti ekki eftir baráttulaust! Það verður því spennandi að fylgjast með síðari hlutanum í vor.    

KA með öruggan sigur á Stjörnunni í Garðabænum

KA gerði góða ferð í höfuðborgina um helgina.  KA lagði Þróttara í gær og tók svo lið Stjörnunnar í kennslustund í dag.  Stjarnan átti aldrei möguleika í leiknum og munaði mestu um að sterkustu leikmenn liðsins náðu sér engan veginn á strik.