14.01.2011
KA lagði lið Þróttara í vægast sagt slökum leik á föstudaginn. Leikmenn KA, utan Jóhanns Eiríkssonar, náðu
sér engan veginn á strik og verða að girða sig í brók fyrir leikinn á morgun.
08.01.2011
Meistaflokkur karla í blaki átti góðan leik í dag gegn Fylki og vann nokkuð auðveldan 3-0 sigur.
Okkar menn unnu fyrstu hrinuna 25-17, þá næstu 25-21 og þriðju hrinuna 25-22. Marek Bernat, þjálfari liðsins gat leyft sér að nota yngri
leikmenn liðsins mikið í leiknum sem kom þó ekki niðri á árangri liðsins. Piotr Kempisty var stigahæstur í liði KA með 19 stig
og Davíð Búi Halldórsson var með 14 stig. Í liði Fylkis var Ivo Simeonov með 11 stig og nafni hans Bartkevics með 10 stig. Við höldum
því liðið heldur því toppsætinu áfram með 16 stig og HK komst upp fyrir Stjörnuna í 2. sætið með 15 stig.
06.11.2010
Stórt blakmót er haldið í KA heimilinu þessa helgina. Gert er ráð fyrir því að um 250 þátttakendur séu á
svæðinu, allstaðar að á landinu. Hér fylgir með mynd sem sýnir umfang mótsins en hún var tekin fyrr í dag.
03.11.2010
Blakdeild KA býður 4. og 5. flokki á Íslandsmót BLÍ í blaki. Spiluð verða 3-5. stig í báðum flokkum. Nánari
upplýsingar á: krakkablak.bli.is
30.10.2010
KA tók á móti góðvinum sínum í HK í dag og voru það hinir spræku Kópavogspiltar sem höfðu sigur. Liðin
spiluðu til úrslita í fyrra og þau buðu áhorfendum upp á hörkuleik.
23.10.2010
Tveir leikir fóru fram í KA-heimilinu í dag þegar karla- og kvennalið Þróttar Reykjavík komu í heimsókn. Karlaliðin hófu
leik og þar vann Þróttur nokkuð óvænt 3-0. Stelpurnar náðu svo að hefna með því að vinna sinn leik 3-2.
20.04.2010
Hér er mynd af stelpunum í 3. fl. við verðlaunaafhendinguna á sunnudaginn var. Til hamingju stelpur. Þjálfari liðsins er Piotr Kempisty -
núverandi Íþróttamaður KA.
20.04.2010
Síðari hluti Íslandsmóts yngri flokkanna í blaki fór fram í
Kópavogi 16. – 18. apríl. KA sendi sex lið til keppni og var afraksturinn tveir Íslandsmeistaratitlar og tvenn silfurverðlaun og verður það að
teljast frábær árangur. Myndir af liðunum má sjá hér að ofan í myndir.
08.04.2010
KA spilaði síðasta heimaleik sinn á Íslandsmótinu í kvöld og voru meistarar HK í heimsókn. Það er skemmst frá
því að segja að HK vann leikinn nokkuð sannfærandi. KA á eftir útileik gegn Fylki en sá leikur skiptir engu máli þar sem
Árbæjardömur eru öruggar með þriðja sætið og KA verður í því fjórða. Sama dag munu HK og Þróttur Nes
berjast um Íslandsmeistaratitilinn og nægir Þrótti að vinna tvær hrinur í leiknum til að tryggja sér titilinn.
07.04.2010
Mikil veisla var haldin s.l. laugardag hjá blakhjónunum Adda og Heiðu. Þar mættu flestir leikmenn karla- og kvennaliðs KA auk stjórnar blakdeildar.
Buðu herra og frú Blak upp á æðislega kjúklingasúpu og köku í eftirrétt. Hilmar Sigurjónsson, fyrirliði karlaliðsins
og Jóhann bróðir hans komust því miður ekki í veisluna þar sem þeir lentu í hörðum árekstri rétt sunnan við
Blönduós. Heimasíðan mætti í veisluna og smellti af nokkrum myndum. Í dag fór hún svo í heimsókn á spítalann og
þar var mikið fjör þrátt fyrir óskemmtilegt tilefnið. Myndir af báðum stöðum má sjá í myndasafninu.