Sigur liðsins var öruggur og þurfti einungis 3 hrinur til að innbyrða hann.
Fyrsta hrinan fór 25-13, önnur 25-12. Í þeirri þriðju veitti Stjarnan meira viðnám en sigur vannst að lokum 25-20. KA er eins og sjá má á þessum tölum miklu sterkara lið en Stjarnan og sigur mjög sanngjarn. Liðið vann eins og fólk veit þrennu í fyrra þ.e deildar, bikar og Íslandsmeistaratitil og nú er sá fyrsti í höfn á þessu keppnistímabili.
Heimsíðan óskar strákunum og þjálfara þeirra Marek Bernat innilega til hamingju með frábæran árangur.
Það er eins og hið fornkveðna segir ,,Alltaf gaman að sjá gula og bláa fagna sigri".
Nánari og ítarlegri umfjöllun er væntanleg síðar.