KA á bæði karla- og kvennalið í undanúrslitum bikarkeppni BLÍ sem fer fram núna um helgina. Karlaliðið er núverandi bikarmeistari og hefur titil að verja en það er orðið nokkuð langt síðan kvennaliðið tók bikarinn síðast. Kvennaliðið mætir Þrótti Neskaupsstað á laugardaginn kl. 14 en karlaliðið mætir Þrótti Reykjavík kl. 16. Úrslitaleikirnir verða síðan háðir kl. 13:30 og 15:00 á sunnudeginum.
Heimasíða KA hvetur alla KA menn til að fjölmenna í höllinni og hvetja liðin sín áfram.
Áfram KA.