KA lagði lið Stjörnunnar nokkuð örugglega um helgina. Hilmar Sigurjónsson fyrrum KA maður mætti á gamla heimavöllinn en gat lítið gert við sigri KA í leiknum. Heimamenn unnu leikinn örugglega 3-0.
KA átti ekki í neinum vandræðum með Stjörnuna um helgina en úrslit leiksins urðu 3-0 heimamönnum í vil. Í lið Stjörnunnar vantaði tvo sterka leikmenn en Stjarnan var aldrei líklegt til leggja heimamenn að velli. Hrinurnar fóru 25-20, 25-19 og 25-21. Í liði KA var það Jóhann Eiríksson sem átti sinn besta leik í vetur en hann var næst stigahæstur á eftir Piotr Kempisty með 10 stig. Í liði Stjörnunnar voru það Róbert Hlöðversson og fyrrum KA maðurinn Hilmar Sigurjónsson sem áttu þokkalegan leik.
Með sigrinum héldu KA-strákar toppsætinu en fast á hæla þeirra kemur HK, með jafnmörg stig eftir sigur á Fylki um helgina. HK á tvo leiki eftir, við Þrótt og KA, og vinni liðið Þrótt og KA vinnur sinn leik við Fylki verður hreinn úrslitaleikur í Kópavogi um deildarmeistaratitilinn þann 26. mars n.k.
Áfram KA