KA Íslandsmeistari í 3.fl. karla

Síðari hluti Íslandsmóts yngriflokka BLÍ var haldið að Varmá í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Nær 450 krakkar tóku þátt í mótinu. Íslandsmeistarar voru krýndir í 2., 3., 4. og 5. flokki í báðum kynjum.  Í 3. flokki drengja varð KA Íslandsmeistari, í 4. flokki drengja varð KA í öðru sæti í 5. flokki drengja varð KA í 3. sæti og í 3. flokki stúlkna varð KA í 4. sæti.