15.03.2010
Aðalstjórn KA og stjórn Blakdeildar KA bjóða til mótttöku í KA heimilinu á morgun mánudag til heiðurs nýkrýndum
bikarmeisturum KA. Athöfnin verður frá klukkan 17:30 til 18:00 og er öllum velunnurum KA boðið að mæta og heilsa upp á strákana og
óska þeim til hamingju með langþráðan og glæsilegan sigur í dag. Strax á eftir eða klukkan 18:00 bíður KA svo
bæði karla- og kvennaliðinu til matarveislu í KA heimilnu.
Vonumst til að sjá sem flesta koma og samgleðjast með strákunum.
Til hamingju strákar og til hamingju KA menn.
Stjórnir KA
14.03.2010
Nokkrar myndir eru komnar frá bikarúrslitunum. Þær má sjá í myndasafni. Hér má einnig lesa umfjöllum um leikina.
14.03.2010
Í dag tryggði mfl. karla í blaki sér bikarmeistaratitil í blaki. Okkar menn öttu kappi við Stjörnuna og báru sigur úr bítum 3 - 2
í úrslitaleiknum sem fram fór í Laugardagshöllinni fyrr í dag. Við óskum strákunum til hamingju með árangurinn! Stelpurnar
spiluðu einnig til úrslita í dag við HK, en töpuðu leiknum 3-1. Móttaka bikarmeisturunum til heiðurs verður haldin
kl 17:30 á morgun mánudag í KA - Heimilinu. Vonumst til að sjá sem flesta!
13.03.2010
Bæði lið KA munu spila í úrslitum Bridgestonebikarskins á sunnudaginn. Fara leikirnir fram í Laugardalshöllinni. Stelpurnar munu spila við HK kl
14:00 en strákarnir strax á eftir kl 15:30. Mótherjar þeirra verða Stjörnumenn en þeir unnu HK í æsilegum undanúrslitaleik 3-2.
Er ástæða til að hvetja alla KA-menn á höfuðborgarsvæðinu til að fjölmenna í Höllina. Það er ekki á hverjum
degi sem svona tækifæri gefst og ef allt gengur að óskum gætu bæði lið staðið uppi sem meistarar.
06.03.2010
Karlalið KA tryggði sér á föstudag deildarmeistaratitilinn í blaki með 3-0 sigri á Þrótti. Langt er síðan liðið vann
þennan titil síðast, svo langt að menn muna hreinlega ekki hvort það var 1993 eða 1994. Sigurinn var kærkominn enda búið að bíða
lengi eftir titli. Á laugardag tapaði KA svo fyrir Stjörnunni 1-3 en sá leikur skipti engu.
Stelpurnar spila við topplið HK á sunnudag kl 14 og svo verða bæði liðin í eldlínunni um næstu helgi þegar undanúrslit og
úrslit Bridgestonebikarsins fara fram í Laugardalshöll.
26.02.2010
Kvennalið KA lék sinn næstsíðasta leik í deildarkeppninni á laugardag. Fylkir var í heimsókn og eftir snarpa viðureign vann KA 3-0.
Hrinurnar fóru 25-14, 25-15 og 25-16. Leikurinn var afar mikilvægur því liðin tvö, ásamt HK og Þrótti Neskaupstað eru að berjast um
fjögur efstu sætin í deildinni. KA komst úr fjórða sætinu upp í annað, er með jafn mörg stig og HK.
20.02.2010
Tvö efstu lið MIKASA deildar karla, KA og HK, mættust í Kópavogi í dag. Með sigri hefði KA tryggt sér deildarmeistaratilinn og um leið
sinn fyrsta titil í 18 ár. Mikil stemning var á leiknum en liðsmenn KA voru illa stemmdir og steinlágu 1-3. KA á tvo leiki eftir í deildinni og
sigur í öðrum þeirra nægjir til að landa deildarmeistaratitlinum.
Stelpurnar spiluðu einnig í dag og unnu þær Ými 3-2. Þær eiga eftir tvo heimaleiki, gegn HK og Fylki en þau lið eru efst í deildinni.
Stöðuna í kvennadeildinni má sjá með því að lesa meira.
Bæði lið eru nú komin í úrslitakeppni Íslandsmótsins og einnig eru þau í undanúrslitum bikarsins.
Karlaliðið mun spila við Þrótt Reykjavík í þeirri keppni en stelpurnar spila við Fylki. Báðir leikirnir fara fram 13. mars í
Laugardalshöllinni. Ef KA kemst í úrslitaleikina þá munu þeir verða spilaðir daginn eftir.
11.02.2010
Karlalið KA var í eldlínunni um helgina þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Bridgestonebikarsins. Sex lið börðust
um tvö laus sæti en kvennalið KA var þegar búið að tryggja sitt sæti í undanúrslitunum.
KA strákarnir rúlluðu yfir alla andstæðinga sína og verða því í Laugardalshöllinni 13. mars þegar undanúrslitin fara fram.
Stelpurnar verða þar líka og er ástæða fyrir Eyfirðinga, Þingeyinga, Ólsara og fleiri að fjölmenna í Höllina.
06.02.2010
KA tók á móti Þrótti Reykjavík í KA heimilinu á laugardag bæði í karla- og kvennaflokki. Karlaliðið steig
stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með 3-1 sigri en liðið er nú efst í MIKASA deildinni þegar þrjár
umferðir eru eftir.
Kvennaliðið vann einnig sinn leik eftir mikinn barning og tryggði sig þar með inn í úrslitakeppnina.
25.01.2010
Kvennalið KA tapaði 3-0 (25-19, 25-16, 25-19) fyrir Þrótti Neskaupstað um helgina. Þrátt fyrir öruggan sigur Þróttar stóðu
KA stúlkur sig með ágætum lengst af og veittu Þrótti verðuga keppni.