Kyu-mót í júdó á Akureyri 22. nóvember 2008

Svokallað kyu-mót fer fram í júdósalnum í KA-heimilinu laugardaginn 22. nóvember n.k.  Á kyu-mótum mega aðeins keppa þeir sem eru með lægri gráðu (belti) en 1. kyu (brúnt belti). 
Keppendur á mótinu verða rúmlega 60 og koma frá öllum félögum á landinu. 
Mótið hefst kl. 10:00.
Lesa meira

Judo: Bjarni Evrópumeistari öldunga

Eftirfarandi frétt birtist á vef ruv.is.

 

Judo: Bjarni Evrópumeistari öldunga

 

Bjarni Friðriksson judokappi varð í gærkvöld Evrópumeistari judomanna 50 ára og eldri, þegar hann sigraði í sínum flokki á Evrópumóti öldunga í Prag í Tékklandi. Hann llagði Rússa í úrslitaviðureign. Bjarni vann bronsverpðlaun á ÓL í Los Angeles árið 1984.

Kári Jakobsson varð í 3. sæti í sínum þyngdarflokki í flokki 60 ára og eldri og Halldór Guðbjörnsson varð í 5. sæti í sínum þyngdarflokki sextugra og eldri.


Við hjá Júdódeild KA óskum Bjarna Friðriks, Kára og Halldóri til hamingju með þennan góða árangur þeirra.
Lesa meira

Ingþór góður á Íslandsmóti í BJJ

Ingþór Örn Valdimarsson, sem er nýjasti júdóþjálfarinn hjá KA, stóð sig vel á fyrsta Íslandsmótinu í Brasilísku Jiu-jitsu (BJJ) sem fram fór um helgina í Reykjavík.
Lesa meira

Greiðslur æfingargjalda

Æfingargjöld leggjast inn á reikning 302-26-50530. Kennitala: 561089-2569. Taka verður fram nafn barns og kennitölu.
Verðskrá má finna með æfingartöflunni hér til hliðar. Æskilegt er að greitt sé fyrir tímabilið fram að áramótum í heild sinni. ( 4 mán ).

Systkinaafsláttur er 50% og frítt fyrir þriðja barn.

K. Hilmar Trausti
Lesa meira

Varðandi júdóæfingar.

Júdóæfingar hefjast í dag skv. æfingatöflu.  Nýliðar þurfa ekki að skrá sig, bara að mæta, ekkert óþarfa vesen.
Lesa meira

Gunnar og ég í Grasagarðinum, frásögn.

Þar sem að æskuvinur minn og eðal-KA-maðurinn Gunnar Níelsson hefur á heimasíðu júdódeildar vitnað í atburð sem átti sér stað í Grasagarðinum í Laugardal haustið 1997 þá telur sá er þetta ritar nauðsynlegt að segja frá þessum atburði til að eyða öllum misskilningi.  Frásögnin er eftirfarandi:
Lesa meira

Júdómenn athugið.

Vetrarstarfið byrjar næsta mánudag.  Það eru tvær æfingar eftir í þessari viku, júdóæfing á fimmtudaginn kl. 20:00 og síðan þrekæfing í Kjarnaskógi á föstudag kl. 20:00.

Það var æfing í gærkvöldi í Kjarnaskógi, mættir voru:

Lesa meira

Júdóæfingar hefjast 1. september.

Æfingatöfluna má sjá á tenglinum "Æfingatafla" hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Júdóæfing 19. ágúst 2008

Mættir: Ódi, Ingþór, Hans, Aggi, Pétur.

Dagsskrá æfingar:

Lesa meira

Steve Maxwell sækir Júdódeild KA heim

Dagana 14. - 15. ágúst fengum við hinn þekkta Steve Maxwell í heimsókn til okkar en hann er staddur hér á Íslandi til að halda námskeið í þrek og styrktaræfingum með eigin líkamsþyngd.  Einnig kenndi hann nokkur vel valin jiu jitsu brögð í sjálfsvarnarstíl.  Óhætt er að segja að þátttakendur á námskeiðinu hjá honum hafi verið afar ánægðir með þennan mikla meistara.
Steve Maxwell er tvöfaldur heimmeistari öldunga Brasilian jiu jitsu auk þess sem hann skrifað mikið um fitnes og gefið út DVD diska um fitnessþjálfun.  Fyrir þá sem vilja vita hver þessi meistari er má benda á að skrifa Steve Maxwell á www.youtube.com

Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is