Flýtilyklar
25.01.2009
Helga bćtti viđ öđru gulli á Afmćlimóti Júdósambandsins.
Helga Hansdóttir, sem vann sigur í fullorðinsflokki í gær, keppti í dag í sínum aldursflokki sem er 15-16 ára. Helga vann
yfirburðasigur og kom því heim með tvenn gullverðlaun frá mótinu. Faðir Helgu, Hans Rúnar Snorrason, kom heim með tvenn bronsverðlaun
svo óhætt er að segja að Helga hafi verið föðurbetrungur :).
Lesa meira
25.01.2009
Frábćrt hjá Helgu og Hans á Afmćlismóti Júdósambandsins.
Hans Rúnar Snorrason og Helga Hansdóttir kepptu á Afmælismót Júdósambandsins sem fram fór í Reykjavík í
gær.
Lesa meira
12.01.2009
Ćfingagjöld felld niđur í júdó
Vegna rausnarlegs styrks Samherja svo og stuðnings velunnara júdódeildar KA þá eru æfingagjöld í júdó felld niður og er því frítt að æfa. Júdódeild KA þakkar heilshugar þessum aðilum stuðninginn.
Um þessar myndir æfa eru um 100 iðkendur í júdó. Við getum hæglega tekið við mun fleiri og bjóðum við því alla velkomna.
Nú í vetur hefur verið talsvert um það að þeir sem æfðu júdó á unga aldri en hættu hafa snúið til baka. Við skorum á fleiri að gera slíkt hið sama, við lofum að vera mjúkhentir við alla þá sem snúa til baka.
01.01.2009
Jólamót 15-45 ára í júdó.
29. desember fór fram
jólamót júdódeildar KA í elsta aldursflokknum. Keppendur voru á aldrinum 15-45 ára. Keppt var í tveimur flokkum karla, undir og
yfir 80 kg, og einum flokki kvenna. Um hörkumót var að ræða og er óhætt að segja að elstu þátttakendur hafi þurft að
innbyrða slatta af verkjastillandi og bólgueyðandi lyfjum dagana eftir mótið. Gömul júdókempa, Bjarni Steindórsson, tók myndir
á mótinu og er hægt að skoða þær hér.
Annars gekk mótið fyrir sig með eftirfarandi hætti:
Lesa meira
Annars gekk mótið fyrir sig með eftirfarandi hætti:
24.12.2008
Gleđileg jól!
Júdódeild KA vill óska landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Lesa meira
21.12.2008
Jólamót
Hið árlega Jólamót var haldið í KA heimilinu um helgina. Keppendur voru 35 talsins og á aldrinum 5-13 ára. Áhorfendur voru fjölmargir og
fylltu salinn.
Fyrsta æfing eftir áramót er 5. janúar.
Hilmar Trausti Harðarson
Lesa meira
Fyrsta æfing eftir áramót er 5. janúar.
Hilmar Trausti Harðarson
16.12.2008
Tilkynning frá Ármenningum
Eftirfarandi tilkynning barst frá Yoshihiko Iura.
1. Dagur: 29 (mán)-30(þri).des.2008
2. Tími: 18:30-20:00
3. Staðurinn: Salurinn “Skellur” í Judodeildinni, kjallari í Laugaból, Laugardalnum
4. Æfing: Aðallega Randori æfing
Allir aldursflokkar (Meistarar, Unglingar og Öldungar) karla og kvenna með allar gráður, 15 ára og eldri, eru velkomnir.
11.12.2008
Hans Rúnar kominn međ svart belti í júdó.
Þann 5. desember s.l.
tók Hans Rúnar Snorrason gráðun 1. dan, eða svart belti. Það sem merkilegt er við þessa gráðun að upphaflega stóð til
að Hans tæki þetta próf fyrir tæpum 20 árum síðan. En þar sem að Hans var upptekinn við það að eignast 4 börn og
læra til kennara þá frestaðist prófið "aðeins". En betra er seint en aldrei.
Lesa meira
23.11.2008
Myndir frá Kyu móti
Henti inn nokkrum myndum til viðbótar frá mótinu. Þakka
keppendum fyrir komuna og skemmtilegar glímur. Myndir
Lesa meira
22.11.2008
Úrslit og myndir frá kyu-mótinu í júdó
Kyu-mótið sem fram fór í júdósalnum í dag tókst mjög vel. Félögin sem þátt tóku í mótinu voru KA, JR, ÍR, Ármann, UMFS, UMFG og Samherjar. Fjöldi keppenda var 60 talsins.
Í tengslum við mótið fór fram dómaranámskeið og að því loknu hefur júdódómurum á Akureyri fjölgað um 400%.
Steinar Ólafsson ljósmyndari og gamalreyndur júdókappi tók mikið af fínum myndum á mótinu og er hægt að sjá þær á þessari slóð:
http://123.is/steinaro
Um sigurvegara í einstökum flokkum er hægt að lesa hér að neðan.