Júdómenn athugið.

Júdó

Vetrarstarfið byrjar næsta mánudag.  Það eru tvær æfingar eftir í þessari viku, júdóæfing á fimmtudaginn kl. 20:00 og síðan þrekæfing í Kjarnaskógi á föstudag kl. 20:00.

Það var æfing í gærkvöldi í Kjarnaskógi, mættir voru:

Það var æfing í gærkvöldi í Kjarnaskógi, mættir voru: Ódi, Hans, Arnar, Raggi, Adam, Jói, Helga, Kiddý og Guðrún.  Við æfðum mikið með ketilbjöllurnar, sérstaklega strákarnir, en stelpurnar tóku mjög vel á því með "power-wheel" græjunni.  Þær eru okkur karlkyninu trúlega mun öflugri með þessa græju.  Alla vega óskaði enginn strákanna eftir því að fá að nota hjólið.  Þessar æfingar í Kjarnaskógi með ketilbjöllurnar, "jungle-gym" böndin og "power-wheel" græjuna eru alveg magnaðar.  Kjarnaskógur er orkugefandi staður.

Sigurvegari þessarar æfingar hlýtur að teljast Jói, en hann eyddi stórum hluta æfingarinnar í það að losa bílinn sinn upp úr skurði.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is