Júdóæfing 19. ágúst 2008

Júdó

Mættir: Ódi, Ingþór, Hans, Aggi, Pétur.

Dagsskrá æfingar:

Dagsskrá æfingar: Æfingin fór fram í Kjarnaskógi. Veðrið var magnað, logn og þokkalegur hiti.  Rignt hafði rétt fyrir æfinguna svo blautt var á sem gerði aðstæður enn betri.  Við æfðum með dótið sem við keyptum af Steve Maxwell, bönd sem kallast "jungle-gym" og svo græju sem kallast "power-wheel".  Við notuðum böndin aðallega við margskonar upphýfingar, en líka við armbeygjur.  Einnig vorum við með fjórar ketilbjöllur, 12 og 16 kg.  Þær voru notaðar í sveiflur, upprisur, pressur og stórskemmtilega dauðagöngu.  Í lok æfingar tóku 4/5 hlutar hópsins létta æfingu á vír sem strengdur er í einu leiktækinu þarna.  Í heildina fín æfing.

Hápunktur æfingarinnar:  Með reglulegu millibili áttu þarna leið hjá hópar af konum í heilsubótargöngu.  Þessar myndarlegu dömur virkuðu mjög hvetjandi, þó segja megi að aldursdreifingin hafi verið þannig að elsti meðlimurinn hafa eflst mest.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is