KA Podcastið - Óli Stefán og Jonni

Siguróli og Hjalti fá til sín þá Óla Stefán Flóventsson og Jónatan Magnússon í KA Podcastinu þessa vikuna og ræða þeir félagar ýmsa kanta á sínu starfi hjá KA. Óli Stefán fer yfir síðustu leiki sem og framhaldið í fótboltanum og þá ræðir Jonni nýliðinn vetur hjá KA/Þór sem og komandi tíma hjá karlaliði KA í handboltanum
Lesa meira

KA úr leik eftir tap í vítaspyrnukeppni

KA sótti Víking heim á Eimskipsvöllinn í kvöld í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það mátti búast við erfiðum leik enda bæði lið í efstu deild auk þess að leikjaálagið undanfarnar vikur er farið að bíta töluvert á leikmenn
Lesa meira

Myndaveisla frá sigrinum á ÍBV

KA vann góðan 2-0 sigur á ÍBV á Greifavellinum um helgina með mörkum frá þeim Daníel Hafsteinssyni og Nökkva Þeyr Þórissyni. Með sigrinum lyfti liðið sér upp í 5. sæti deildarinnar og var mætingin á völlinn til fyrirmyndar eins og á fyrri heimaleikjum sumarsins
Lesa meira

Þór/KA sækir Keflavík heim í dag

Þór/KA sækir Keflavík heim á Nettóvöllinn í 5. umferð Pepsi Max deildar kvenna í dag kl. 16:00. Stelpurnar eru með 6 stig eftir tvo sigra og tvö töp á sama tíma og Keflvíkingar eru á botni deildarinnar án stiga
Lesa meira

Sigur á Eyjamönnum

KA vann í dag 2-0 sigur á ÍBV þar sem Daníel Hafsteinsson og Nökkvi Þeyr Þórisson skoruðu mörk KA á síðasta stundarfjórðungi leiksins.
Lesa meira

Hornspyrnukeppni fyrir KA - ÍBV

Í tilefni leiks KA og ÍBV á morgun fóru strákarnir í hornspyrnukeppni og var skipt í tvö lið, annað frá Akureyri og hitt frá Húsavík. Fín upphitun fyrir slaginn á morgun að kíkja á þessa skemmtilegu keppni
Lesa meira

Knattspyrnuskóli mfl. KA hefst 4. júní

Meistaraflokkur karla ætlar að starfrækja knattspyrnuskóla á KA-svæðinu fyrstu dagana eftir að skóla lýkur og áður en sumardagskráin okkar fer á fullt skrið. Æft verður fyrir hádegi dagana 4.-7. júní og er skólinn ætlaður bæði strákum og stelpum í 7. og 6. flokki
Lesa meira

KA tekur á móti ÍBV á laugardaginn

KA tekur á móti ÍBV í Pepsi Max deild karla á laugardaginn klukkan 16:30. Leikurinn er liður í 6. umferð deildarinnar og hefur mætingin verið til fyrirmyndar í byrjun sumars og við ætlum að halda því áfram!
Lesa meira

15 fulltrúar KA í hæfileikamótun KSÍ og N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður á Norðurlandi þriðjudaginn 28. maí og fara æfingarnar fram á gervigrasvelli Tindastóls á Sauðárkróki. Alls á KA 15 fulltrúa sem er það mesta á Norðurlandi en Lúðvík Gunnarsson, yfirmaður Hæfileikamótun N1 og KSÍ, mun stjórna æfingunum
Lesa meira

Breiðablik lagði Þór/KA að velli 1-4

Það var stórleikur í kvöld á Þórsvelli er Þór/KA tók á móti Breiðablik í 4. umferð Pepsi Max deildar kvenna. Liðin hafa verið bestu lið landsins undanfarin ár og mátti því búast við hörkuleik en fyrir leikinn voru gestirnir með 9 stig en Þór/KA með 6 stig
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is