Flýtilyklar
KA tekur á móti ÍBV á laugardaginn
23.05.2019
Fótbolti
KA tekur á móti ÍBV í Pepsi Max deild karla á laugardaginn klukkan 16:30. Leikurinn er liður í 6. umferð deildarinnar og hefur mætingin verið til fyrirmyndar í byrjun sumars og við ætlum að halda því áfram!
Strákarnir unnu magnaðan 0-2 útisigur á sterku liði Stjörnunnar í síðustu umferð og ætla sér að bæta enn frekar við stigasöfnunina gegn Vestmannaeyingum.
Minnum á að mæta tímanlega og taka þátt í skemmtilegri upphitun norðan við völlinn. Þar verður trúbador, boltaleikir fyrir krakkana, grillaðir hamborgarar og drykkir til sölu og fleira, sjáumst gulklædd á vellinum, áfram KA!