Flýtilyklar
Knattspyrnuskóli mfl. KA hefst 4. júní
23.05.2019
Fótbolti
Meistaraflokkur karla ætlar að starfrækja knattspyrnuskóla á KA-svæðinu fyrstu dagana eftir að skóla lýkur og áður en sumardagskráin okkar fer á fullt skrið. Æft verður fyrir hádegi dagana 4.-7. júní og er skólinn ætlaður bæði strákum og stelpum í 7. og 6. flokki.
Dagskráin hefst 8:30 en byrjað er á æfingum og leikjum fram að nestispásu. Eftir hlé fara fram ýmsar keppnir og spil. Skipt verður í hópa eftir aldri og unnið í litlum hópum til að hámarka fjölda snertinga við boltann.
8:30 - 10:15 Leikir og æfingar
10:15 - 10:45 Nestispása
10:45 - 12:00 Spil og keppnir
10:15 - 10:45 Nestispása
10:45 - 12:00 Spil og keppnir
Lögð verður áhersla á að æfingarnar séu fjölbreyttar og reyndir leikmenn meistaraflokks miðla sinni reynslu á skemmtilegan hátt. Við viljum að allir iðkendur njóti sín og hafi gaman af leik og keppni, óháð aldri og getu.
Skráning er hafin í Nóra, ka.felog.is, undir yngri flokkar, Knattspyrnuskóli meistaraflokks.
Nánari upplýsingar um skólann veitir Andri Fannar Stefánsson í netfanginu andri@ka.is