Flýtilyklar
Ísfold Marý í úrtaki hjá U-16 landsliðinu
17.10.2019
Fótbolti
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir var í dag valin á úrtaksæfingar U-16 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu. Hópurinn mun koma saman dagana 30. október til 1. nóvember þar sem æft verður stíft auk þess sem að farið verður yfir hina ýmsu hluti með stelpunum.
Jörundur Áki Sveinsson er þjálfari landsliðsins og er þetta spennandi tækifæri fyrir Ísfold sem lék 5 leiki með meistaraflokki Þórs/KA í sumar þrátt fyrir að vera aðeins 15 ára gömul. Við óskum henni til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum.