Flýtilyklar
Kynningardagur KA og Errea
Athugið að vegna veðurs hefur dagurinn verið færður af laugardeginum og yfir á sunnudag!
Knattspyrnudeild KA og Errea á Íslandi hafa komist að samkomulagi og munu allir flokkar deildarinnar leika í búningum frá Errea næstu fjögur árin. Í tilefni af samkomulaginu verður pöntunar- og kynningardagur Knattspyrnudeildar KA og Errea á sunnudag í KA heimilinu.
Errea mun bjóða upp á spennandi forpöntunar tilboð fyrir þá sem leggja inn pöntun á morgun. Afhending á vörunum er áætluð í byrjun desember og því tilvalið að klára fyrstu jólagjafirnar af.
Fyrirkomulagið er þannig að allir iðkendur hafa fengið boð í Sportabler um að mæta á fyrirfram ákveðnum tíma. Það er gert til að jafna álagi svo hægt sé að veita betri þjónustu til iðkenda. Systkinum að sjálfsögðu velkomið að koma á sama tíma.
Starfsmenn Errea og fulltrúar unglingaráðs munu aðstoða iðkendur við að finna réttar stærðir og ganga frá pöntunum svo að allt gangi fljótt og vel fyrir sig.