Flýtilyklar
04.05.2021
Ársmiðahafar í forgangi í sumar
Það eru einungis átta dagar í fyrsta heimaleik KA í Pepsi Max deildinni í fótbolta í sumar en þann 12. maí tekur liðið á móti Leikni Reykjavík. Takmarkanir eru á áhorfendafjölda þessa dagana á leikjum og ljóst að aðeins 200 áhorfendur munu fá að mæta á leikinn
Lesa meira
02.05.2021
Markalaust jafntefli í Kórnum
KA lék sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni þetta sumar í gær er liðið sótti HK heim. Mikil eftirvænting var eðlilega fyrir leiknum en bæði lið mættu varfærnislega til leiks og úr varð frekar lokaður leikur sem var lítið fyrir augað
Lesa meira
01.05.2021
Fótboltaveislan hefst í Kórnum í dag!
Þá er loksins komið að því að fótboltasumarið hefjist en KA sækir HK heim í dag klukkan 17:00 í Kórnum. Strákarnir eru svo sannarlega klárir í slaginn og ætla sér að byrja sumarið á þremur stigum
Lesa meira
27.04.2021
Midtjylland knattspyrnuskólinn á KA-svæðinu
KA og danska stórliðið FC Midtjylland hafa undirritað samning þess efnis að haldinn verði knattspyrnuskóli fyrir stráka og stelpur í 3.- 6. flokki alls staðar að af landinu. Aðalþjálfarar úr akademíu FC Midtjylland munu þjálfa í skólanum og þeim til halds og trausts verða færir íslenskir þjálfarar
Lesa meira
27.04.2021
Sjö fulltrúar í U15 og U16 hópunum
KA og Þór/KA eiga alls sjö fulltrúa í U15 og U16 landsliðshópum í knattspyrnu sem æfa næstkomandi daga í Kaplakrika í Hafnarfirði. Það er mikil gróska í knattspyrnustarfinu okkar og frábær viðurkenning að jafn margir iðkendur úr okkar röðum séu valdir í landsliðsverkefni
Lesa meira
26.04.2021
Landsbankinn framlengir við knattspyrnudeild KA
Knattspyrnudeild KA og Landsbankinn skrifuðu í dag undir nýjan styrktarsamning sem mun gilda út keppnisárið 2022. Landsbankinn hefur verið öflugur bakhjarl deildarinnar og erum við afar þakklát fyrir áframhaldandi samstarf sem mun skipta miklu máli í knattspyrnustarfi KA
Lesa meira
23.04.2021
Búið að draga í happdrætti knattspyrnudeildar
Dregið var í happdrætti meistaraflokks KA í knattspyrnu í dag og þökkum við öllum þeim sem styrktu liðið með því að taka þátt. Fjáröflun sem þessi skiptir sköpum fyrir baráttuna í Pepsi Max deildinni í sumar og ákaflega gaman að sjá hve margir tóku þátt að þessu sinni
Lesa meira
22.04.2021
KA lagði Þór í vítakeppni (myndir)
KA tók á móti nágrönnum sínum í Þór í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins á KA-vellinum í gær. Liðin höfðu bæði unnið sannfærandi sigra í sínum riðli en riðlakeppninni lauk í upphafi febrúar og Akureyringar því búnir að bíða í þó nokkurn tíma eftir leiknum
Lesa meira
21.04.2021
Úrslitaleikur Kjarnafæðismótsins kl. 19:00
Það er heldur betur stórleikur á KA-vellinum í dag þegar KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins klukkan 19:00. Nú eru einungis nokkrir dagar í að hasarinn í sumar hefjist og verður spennandi að sjá standið á strákunum auk þess sem að leikir KA og Þórs eru ávallt veisla
Lesa meira
13.04.2021
Happdrætti knattspyrnudeildar KA
Meistaraflokkur KA í knattspyrnu stendur nú fyrir glæsilegu happdrætti þar sem verðmæti vinninga er yfir 1.500.000 krónum. Aðeins verður dregið úr seldum miðum og ansi miklar líkur á að hampa góðum vinning á sama tíma og þú leggur liðinu okkar lið fyrir komandi átök í sumar
Lesa meira