Flýtilyklar
Sjö fulltrúar í U15 og U16 hópunum
KA og Þór/KA eiga alls sjö fulltrúa í U15 og U16 landsliðshópum í knattspyrnu sem æfa næstkomandi daga í Kaplakrika í Hafnarfirði. Það er mikil gróska í knattspyrnustarfinu okkar og frábær viðurkenning að jafn margir iðkendur úr okkar röðum séu valdir í landsliðsverkefni.
Angela Mary Helgadóttir, Helga Dís Hafsteinsdóttir, Karlotta Björk Andradóttir og Krista Dís Kristinsdóttir frá Þór/KA voru allar valdar í æfingahóp U15 landsliðs kvenna sem æfir undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar.
Þeir Ívar Arnbro Þórhallsson og Máni Dalstein Ingimarsson voru valdir í æfingahóp U15 landsliðs karla sem æfir undir stjórn Lúðvíks Gunnarssonar.
Þá var Elvar Máni Guðmundsson valinn í æfingahóp U16 ára landsliðs karla en hópurinn kemur til æfinga á morgun en Jörundur Áki Sveinsson stýrir hópnum.
Við óskum okkar glæsilegu fulltrúum til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum.