Ársmiðahafar í forgangi í sumar

Fótbolti

Það eru einungis átta dagar í fyrsta heimaleik KA í Pepsi Max deildinni í fótbolta í sumar en þann 12. maí tekur liðið á móti Leikni Reykjavík. Takmarkanir eru á áhorfendafjölda þessa dagana á leikjum og ljóst að aðeins 200 áhorfendur munu fá að mæta á leikinn.

Við brýnum því fyrir stuðningsmönnum KA að tryggja sér ársmiða í gegnum miðasöluappið Stubbur en ársmiðahafar munu fá forgang á völlinn í sumar á meðan fjöldatakmarkanir eru í gangi.

Eins og undanfarin ár eru þrjár týpur af ársmiðum í boði og eru þær eftirfarandi:

Bronsmiði - 20.000 kr

Bronsmiði gefur aðgang að öllum heimaleikjum KA í Pepsi Max deildinni.

16-25 ára - 12.500 kr

16-25 ára fá ígildi bronsmiða sem gefur aðgang að öllum heimaleikjum KA í Pepsi Max deildinni á 12.500 krónur.

Silfurmiði - 35.000 kr

Silfurmiði gefur aðgang að öllum heimaleikjum KA í Pepsi Max deildinni auk þess sem að hamborgari og drykkur fyrir leik fylgir öllum leikjunum.

Gullmiði - 50.000 kr

Gullmiði gefur aðgang að öllum heimaleikjum KA í Pepsi Max deildinni auk þess sem að hamborgari og drykkur fyrir leik fylgir öllum leikjunum. Þá bætist við auknar veitingar og ýmis fríðindi ofan á það sem innifalið er í silfurmiðanum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is