Flýtilyklar
30.10.2022
Nökkvi markakóngur og bestur í Bestu deildinni
Nökkvi Þeyr Þórisson er markakóngur Bestu deildarinnar en það varð ljóst eftir lokaumferð deildarinnar í gær. Nökkvi sem átti stórbrotið sumar með KA gekk til liðs við Belgíska liðið Beerschot þegar enn voru sjö umferðir eftir af tímabilinu, þrátt fyrir það tókst engum að skáka Nökkva og er hann því markakóngur
Lesa meira
28.10.2022
Þakkir til stuðningsmanna og velunnara KA
Sagt er að haustið sé tími uppskerunnar. Nú hefur veturinn formlega gengið í garð og enn eigum við KA menn eftir að spila einn leik í deild hinna bestu. Við erum nú, byrjun vetrar, að uppskera eftir langt og strangt keppnistímabil
Lesa meira
27.10.2022
Evrópuhappdrætti KA
Við verðum með happdrætti í kringum Evrópufögnuðinn magnaða á laugardaginn og eru fjórir RISA vinningar í boði
Lesa meira
24.10.2022
Elfar Árni framlengir út 2024
Elfar Árni Aðalsteinsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2024. Þetta eru frábærar fréttir enda er Elfar Árni algjör lykilmaður í liði KA og verið það síðan hann gekk í raðir okkar fyrir sumarið 2015
Lesa meira
22.10.2022
Jajalo framlengir við KA út 2024
Kristijan Jajalo skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn KA út 2024. Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Jajalo gekk til liðs við KA fyrir sumarið 2019 og heldur betur staðið fyrir sínu í rammanum síðan þá
Lesa meira
21.10.2022
Daníel valinn í A-landsliðið
Daníel Hafsteinsson var í dag valinn í A-landslið Íslands í knattspyrnu sem leikur vináttulandsleik gegn Sádi-Arabíu þann 6. nóvember næstkomandi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þá eru þeir Ívar Örn Árnason og Þorri Mar Þórisson valdir í hópinn til vara
Lesa meira
21.10.2022
Steinþór Már framlengir út 2024
Steinþór Már Auðunsson eða Stubbur eins og hann er iðulega kallaður skrifaði í dag undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2024
Lesa meira
18.10.2022
Evrópufögnuður KA í Sjallanum 29. okt
Við munum gera upp magnað fótboltasumar okkar KA-manna í Sjallanum laugardaginn 29. október næstkomandi þar sem Kalli Örvars verður partýstjóri og þá munu Magni og Evrópubandið halda uppi dúndrandi sveitaballi að dagskrá liðinni
Lesa meira
18.10.2022
Ívar Örn framlengir út 2024!
Ívar Örn Árnason skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2024. Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir enda hefur Ívar verið í algjöru lykilhlutverki í öflugu liði KA sem tryggði sér á dögunum sæti í Evrópu á næstu leiktíð
Lesa meira
14.10.2022
Fjórir fulltrúar KA í lokahóp U17 landsliðsins!
Jörundur Áki Sveinsson þjálfari U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi í dag lokahóp fyrir undankeppni EM 2023. Undankeppnin fer fram í Norður-Makedóníu dagana 22. október til 1. nóvember næstkomandi
Lesa meira