Ívar Örn framlengir út 2024!

Fótbolti
Ívar Örn framlengir út 2024!
Ívar er gulur og blár!

Ívar Örn Árnason skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2024. Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir enda hefur Ívar verið í algjöru lykilhlutverki í öflugu liði KA sem tryggði sér á dögunum sæti í Evrópu á næstu leiktíð.

Ívar er 26 ára gamall og hefur verið einn besti miðvörður Bestu deildarinnar í sumar en ekki nóg með að vera frábær varnarmaður er Ívar magnaður karakter sem gefst aldrei upp og mikill félagsmaður en hann er uppalinn hjá KA. Þá var faðir hans, Árni Freysteinsson, leikmaður í Íslandsmeistaraliði KA sumarið 1989.

Alls hefur Ívar leikið 89 leiki fyrir KA í deild og bikar og gerði hann sitt fyrsta mark fyrir félagið í sumar í 4-3 heimasigri á ÍBV. Það eru gríðarlega jákvæðar fregnir að við höldum honum áfram innan okkar raða og verður áfram spennandi að fylgjast með okkar manni á komandi árum en það styttist í hundraðasta leik hans fyrir félagið og þá er spennandi Evrópuverkefni framundan á næstu leiktíð.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is