Grautardagur KA heppnaðist ákaflega vel

Grautardagur KA fór fram í gær og heppnaðist hann ákaflega vel. Félagsmönnum var boðið upp á grjónagraut og slátur og var ansi gaman að sjá hve margir lögðu leið sína í KA-Heimilið til að gæða sér á góðum mat og njóta góðs félagsskaps
Lesa meira

Allar æfingar falla niður í dag

Allar æfingar hjá KA falla niður í dag hjá öllum deildum félagsins. Þetta er gert bæði vegna veðurs sem og vegna rafmagnsleysis. Öll íþróttamannvirki Akureyrarbæjar eru því lokuð og lítið annað í stöðunni en að vonast til að ástandið batni sem allra fyrst.
Lesa meira

Grautardagur KA er á laugardaginn

Hinn árlegi grautardagur KA verður haldinn með pompi og prakt á laugardaginn klukkan 11:30 til 13:00. Eins og venjulega verður grjónagrautur og slátur á boðstólum og hvetjum við alla KA-menn til að líta við í KA-Heimilið og njóta samverunnar en grautardagurinn hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár
Lesa meira

Aðalstjórn KA fékk úthlutaðan styrk frá KEA

KEA afhenti á dögunum styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði félagsins og var aðalstjórn KA meðal þeirra sem fékk úthlutað úr sjóðnum. Einnig fékk kvennastarf Þórs/KA í knattspyrnu úthlutaðan góðan styrk
Lesa meira

Stórafmæli í desember

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í desember innilega til hamingju. Á síðu félagsins er tengill inn á síðu sem heitir Stórafmæli og má finna
Lesa meira

KA Podcastið: Sævar ræðir uppbyggingu KA svæðisins

Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram göngu sinni og að þessu sinni mætir Sævar Pétursson framkvæmdarstjóri KA í stúdíó-ið. Sævar ræðir meðal annars nýja skýrslu um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akureyri en Sævar segir til að mynda að hagkvæmast væri að byggja upp aðstöðu KA í einu
Lesa meira

Skýrsla starfshóps um nýframkvæmdir íþróttamannvirkja Akureyrarbæjar næstu 15 árin

Skýrsla starfshóps um nýframkvæmdir íþróttamannvirkja Akureyrarbæjar næstu 15 árin hefur verið gefin út. Starfshópurinn sem skipaður var af frístundaráði í byrjun mars 2019 fékk það verkefni að greina gróflega stofn og rekstrarkostnað við helstu mannvirki sem um er að ræða. Setja upp nokkrar sviðsmyndir um hvernig röð uppbyggingar og samspil verkefna gæti orðið auk þess að meta mögulegan framkvæmdahraða á sviðsmyndum út frá fjárhagslegu svigrúmi bæjarins og fjárþröf verkefna. Skýrslan verður kynnt aðildarfélögum ÍBA þann 11.nóvember n.k. Aðalstjórn KA hvetur félagsmenn sína til að kynna sér innihald skýrslunnar
Lesa meira

Stórafmæli í nóvember

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í nóvember innilega til hamingju.
Lesa meira

Gylfi keppir í Finnlandi

Níu keppendur frá Íslandi munu keppa á Opna finnska meistaramótinu í júdó sem haldið verður í Turku Finnlandi á laugardaginn næstkomandi. Gylfi Rúnar Edduson mun keppa í -66kg flokki í U18 og U21.
Lesa meira

Oktoberfest KA er í Golfskálanum!

Það verður líf og fjör á Oktoberfest í KA-Heimilinu á föstudaginn og ljóst að þú vilt ekki missa af þessari skemmtun!. Pétur Jóhann Sigfússon verður með uppistand, Rúnar Eff tekur lagið og Rikki G sér um veisluhaldið. Að því loknu slær Hamrabandið upp í alvöru ball
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is