Stórafmæli í febrúar

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í febrúar innilega til hamingju. Á síðu félagsins er tengill inn á síðu sem heitir Stórafmæli og má skoða með því að smella á hlekkinn
Lesa meira

Óskilamunir fara í Rauða Krossinn 20. janúar

Mikið magn óskilamuna er í KA-Heimilinu um þessar mundir og mun starfsfólk KA fara með alla óskilamuni í Rauða Krossinn þann 20. janúar næstkomandi. Við hvetjum ykkur því eindregið til að líta sem fyrst við og sjá hvort ekki leynist eitthvað sem saknað er á heimilinu.
Lesa meira

Ávarp formanns KA á 92 ára afmælinu

Ingvar Már Gíslason formaður KA flutti áhugavert og flott ávarp í gær á 92 ára afmælisfagnaði félagsins. Þar fór hann yfir viðburðarríkt ár sem nú er að baki auk þess sem hann talaði opinskátt um óánægju félagsins með bæjaryfirvöld er varðar uppbyggingu íþróttasvæðis KA
Lesa meira

Miguel Mateo íþróttamaður KA 2019

92 ára afmæli Knattspyrnufélags Akureyrar var fagnað í KA-Heimilinu í dag við skemmtilega athöfn. Ingvar Már Gíslason formaður KA fór yfir viðburðarríkt ár og munum við birta ræðu hans á morgun hér á síðunni. Landsliðsmenn KA voru heiðraðir auk þess sem Böggubikarinn var afhentur og íþróttamaður KA var útnefndur
Lesa meira

92 ára afmælisfögnuður KA á sunnudaginn

Í dag 8. janúar fagnar Knattspyrnufélag Akureyrar 92 ára afmæli sínu og verður haldið upp á tímamótin með kaffiboði í KA-Heimilinu á sunnudaginn klukkan 14:00. Þar munum við krýna íþróttamann KA fyrir árið 2019 auk þess sem Böggubikarinn verður afhentur
Lesa meira

Stórafmæli í janúar

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í janúar innilega til hamingju.
Lesa meira

Tilnefningar til íþróttamanns KA 2019

Átta framúrskarandi einstaklingar hafa verið tilnefndir sem íþróttamaður KA fyrir árið 2019. Deildir félagsins útnefna bæði karl og konu úr sínum röðum til verðlaunanna. Á síðasta ári var Filip Pawel Szewczyk valinn íþróttamaður KA en hann fór fyrir karlaliði KA í blaki sem vann alla titla sem í boðu voru
Lesa meira

Tilnefningar til Böggubikarsins 2019

Átta ungir iðkendur hafa verið tilnefndir til Böggubikarsins fyrir árið 2019. Böggubikarinn er farandbikar sem veittur er einstaklingum, pilti og stúlku, á aldrinum 16-19 ára og þykja efnileg í sinni grein en ekki síður mjög sterk félagslega. Einstaklingum sem eru til fyrirmyndar á æfingum og í keppnum og eru bæði jákvæð og hvetjandi
Lesa meira

KA óskar ykkur gleðilegra jóla

Knattspyrnufélag Akureyrar óskar félagsmönnum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Á sama tíma viljum við þakka fyrir ómetanlegan stuðning á árinu sem nú er að líða auk allrar þeirrar sjálfboðavinnu sem félagsmenn unnu fyrir félagið
Lesa meira

M Sport þjónustar KA Errea fatnað

Knattspyrnu- og blakdeild KA gerðu á dögunum samning við Errea og munu því deildirnar leika í Errea klæðnaði næstu fjögur árin. M-Sport í Kaupangi mun þjónusta KA fólk með Errea vörurnar og mun salan hefjast á morgun, laugardag
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is