Grautardagur KA heppnaðist ákaflega vel

Almennt

Grautardagur KA fór fram í gær og heppnaðist hann ákaflega vel. Félagsmönnum var boðið upp á grjónagraut og slátur og var ansi gaman að sjá hve margir lögðu leið sína í KA-Heimilið til að gæða sér á góðum mat og njóta góðs félagsskaps.


Smelltu á myndina til að skoða fleiri myndir frá grautardeginum

Bæði ungir og aldnir KA menn litu við og þá var sérstaklega gaman að meistaraflokkur KA í handbolta greip tækifærið og nærði sig vel eftir æfingu dagsins. Skemmtilegur undirbúningur að fá strákana í matinn fyrir stórleik dagsins í dag gegn Fjölni.

Þá voru ófáir sem lögðu hjálparhönd við að láta daginn ganga upp, hvort sem það var að stilla upp borðum og stólum, elda graut, skera niður slátur, vaska upp og svo framvegis. Við viljum þakka öllum sem tóku þátt í þessum skemmtilega degi okkar fyrir samveruna.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is