10.09.2018
Forsalan á stórleik kvöldsins fer gríðarlega vel af stað. Í fyrra komust færri að en vildu og stefnir í það sama í ár. Forsalan er í fullum gangi og stendur til kl. 16:00, tryggðu þér miða á bæjarslag KA og Akureyrar
09.09.2018
Það er mikil eftirvænting fyrir leik KA og Akureyrar í fyrstu umferð Olís deildar karla í handboltanum en leikurinn fer fram á morgun, mánudag, klukkan 19:00 í KA-Heimilinu. Til að sporna við biðröð fyrir leik munum við bjóða upp á forsölu aðgöngumiða milli klukkan 10:00 og 16:00 á morgun, mánudag, í KA-Heimilinu
08.09.2018
Handboltaveturinn hefst á mánudaginn þegar KA tekur á móti Akureyri þar sem bæjarstoltið sem og gríðarlega mikilvæg stig verða undir. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og skiptir það öllu máli að fjölmenna á leikinn og styðja strákana okkar til sigurs
07.09.2018
Á kynningarkvöldi Handknattleiksdeildar KA sem fram fór í gær var undirritaður nýr styrktarsamningur við Sportver og Toppmenn og Sport. Með þessum nýja samning mun Handknattleiksdeild KA klæðast Hummel og leika því bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs í glæsilegum Hummel búningum í vetur
07.09.2018
KA/Þór barst í dag gríðarlegur liðsstyrkur þegar Sólveig Lára Kristjánsdóttir skrifaði undir eins árs samning við liðið. Hún kemur til liðsins frá ÍR en hún er öflug vinstri skytta sem mun bæta bæði varnar- og sóknarlínu liðsins mikið
04.09.2018
Handknattleiksdeild KA heldur kynningarkvöld sitt á fimmtudaginn klukkan 20:30 í KA-Heimilinu næstkomandi. Farið verður yfir komandi vetur hjá KA og KA/Þór en bæði lið leika einmitt í deild þeirra bestu eftir frábært gengi á síðasta tímabili
31.08.2018
Baráttan í Olís deildinni í handboltanum fer senn að hefjast en karlalið KA tekur á móti Akureyri í fyrsta leik þann 10. september og kvennalið KA/Þórs tekur á móti stórliði Vals 15. september. Bæði lið unnu sér sæti í deild þeirra bestu með frábærri frammistöðu í Grill 66 deildinni á síðustu leiktíð og framundan er spennandi vetur
27.08.2018
Handknattleiksdeild KA og Svavar Ingi Sigmundsson skrifuðu í dag undir nýjan tveggja ára samning. Þetta eru miklar gleðifregnir en Svavar er nýorðinn 18 ára og er gríðarlega mikið efni sem býr sig undir sitt annað tímabil með meistaraflokki KA
27.08.2018
Hannes Pétursson ljósmyndari kíkti við á Norðlenska Greifamótið um helgina og tók nokkrar skemmtilegar myndir. Flott stemning var í kringum mótið og ljóst að mikil ánægja var að fá alvöru handboltaleiki fyrir norðan fyrir tímabilið sem hefst 10. september hjá körlunum og 15. september kvennamegin
25.08.2018
Mikið fjör var á lokadegi Norðlenska Greifamótsins í dag þar sem úrslit mótsins réðust. Hjá körlunum hófst dagurinn á leik um 5. sætið