KA og KA/Þór leika í Hummel í vetur

Mikil ánægja er með nýja búninga liðanna okkar
Mikil ánægja er með nýja búninga liðanna okkar

Á kynningarkvöldi Handknattleiksdeildar KA sem fram fór í gær var undirritaður nýr styrktarsamningur við Sportver og Toppmenn og Sport. Með þessum nýja samning mun Handknattleiksdeild KA klæðast Hummel og leika því bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs í glæsilegum Hummel búningum í vetur.

Það er líka mikið ánægjuefni að við munum selja keppnistreyju beggja liða í vetur og verður sérstök forpöntun í boði fyrir ársmiðahafa þar sem búningarnir verða til sölu á lægra verði. Fullorðinstreyja verður á 5.990 krónur (fullt verð er 7.990 kr) og barnatreyja verður á 4.990 krónur (fullt verð 6.990 kr).

Hægt verður að máta og panta búning fyrir stórleik KA og Akureyrar á mánudaginn í KA-Heimilinu og hvetjum við ykkur því eindregið til að mæta snemma til að tryggja ykkur bæði miða sem og treyju.

Frekari upplýsingar varðandi treyjukaup gefur Ágúst í netfanginu agust@ka.is og í síma 849-3159.