Handknattleiksdeild KA og Svavar Ingi Sigmundsson skrifuðu í dag undir nýjan tveggja ára samning. Þetta eru miklar gleðifregnir en Svavar er nýorðinn 18 ára og er gríðarlega mikið efni sem býr sig undir sitt annað tímabil með meistaraflokki KA.
Svavar sló eftirminnilega í gegn í sínum fyrsta leik þegar hann varði vítakast á lokasekúndunni gegn ÍBV U í KA-Heimilinu og í kjölfarið skoraði Dagur Gautason sigurmark KA. Upp frá því hefur Svavar fengið viðurnefnið Svabbi Kóngur sem hann hefur svo sannarlega staðið undir og ætlumst við áfram mikils af þessum flotta leikmanni.