Forsalan á stórleik kvöldsins fer gríðarlega vel af stað. Í fyrra komust færri að en vildu og stefnir í það sama í ár. Forsalan er í fullum gangi og stendur til kl. 16:00, tryggðu þér miða á bæjarslag KA og Akureyrar!
Þá bendum við á að Dalsbraut verður lokuð í aðra áttina í kringum leikinn til að fjölga bílastæðum við KA-Heimilið. Ekki verður hægt að keyra inn frá Skógarlundi og verður því hægt að leggja í götunni.
Einnig minnum við á stæði við Lundarskóla sem og spennustöðina. Hlökkum til að sjá ykkur í dag sem og í kvöld en leikurinn hefst kl. 19:00!