09.05.2018
Jónatan Magnússon þjálfari KA/Þórs í handboltanum sem hefur einnig verið aðstoðarþjálfari hjá kvennalandsliði Íslands undanfarin tvö ár hefur ákveðið að láta staðar numið hjá landsliðinu. Í hans stað kemur Elías Már Halldórsson en aðalþjálfari verður áfram Axel Stefánsson
09.05.2018
Tímabilinu í handboltanum er að ljúka og styttist í hið skemmtilega lokahóf hjá yngri flokkum KA og KA/Þórs. Að venju verða verðlaunaafhendingar, pizzuveisla og hinir ýmsu leikir í boði. Við hvetjum að sjálfsögðu alla handboltakrakka til að mæta og auðvitað foreldra og forráðamenn til að njóta skemmtunarinnar
08.05.2018
Stúlkurnar á yngra ári 6. flokks hjá KA/Þór áttu góðu gengi að fagna í vetur en um nýliðna helgi lauk tímabilinu hjá þeim og enduðu þær í 2. sæti á Íslandsmótinu. Stelpurnar hafa æft vel í vetur og er hópurinn samheldinn og flottur
06.05.2018
Það var hörkuleikur í KA-Heimilinu í dag þegar Deildarmeistarar KA tóku á móti Selfoss í undanúrslitum Íslandsmótsins í 4. flokki karla í handbolta. Liðin höfðu unnið sitthvorn leikinn í vetur og var gríðarleg spenna í leik liðanna í dag
05.05.2018
Deildarmeistarar KA í 4. flokki karla í handbolta taka á móti Selfoss á morgun, sunnudag, klukkan 15:15 í undanúrslitum Íslandsmótsins. Strákarnir hafa verið frábærir í vetur sem og undanfarin ár en þeir hafa unnið titil á hverju ári þrjú ár í röð
04.05.2018
Um helgina fer fram Arionbankamót í 6. flokki drengja og stúlkna hér á Akureyri og er mótið haldið af bæði KA og Þór. Spilað verður bæði í KA-Heimilinu og Íþróttahöllinni og má reikna með gríðarlegu fjöri enda er mótið stórt um sig og mikið um leiki
03.05.2018
Handknattleiksdeild KA hefur fengið liðsstyrk og er það Færeyski landsliðsmaðurinn Allan Norðberg. Allan er 24 ára hægri hornamaður sem hefur farið mikinn í Færeysku deildinni undanfarin ár en hann var einmitt markahæsti hægri hornamaður deildarinnar auk þess sem hann var valinn í lið ársins í deildinni
29.04.2018
Heimir Örn Árnason skrifaði í dag undir nýjan samning við handknattleiksdeild KA og mun þjálfa liðið ásamt núverandi þjálfara Stefáni Árnasyni. Heimir Örn lék með KA í vetur en hefur ekki tekið ákvörðun hvort hann muni leika með liðinu á komandi tímabili
27.04.2018
KA tryggði sér sæti í Olísdeild karla að ári eftir stórkostlegan 37-25 sigur á HK í þriðja leik liðanna í KA-Heimilinu í gærkvöldi. KA vann alla þrjá leiki liðanna og þar með einvígið 3-0 og tryggði þar með veru sína meðal þeirra bestu á ansi hreint sannfærandi hátt
26.04.2018
KA tekur á móti HK í kvöld í þriðja leik liðanna í baráttunni um sæti í efstu deild. KA hefur unnið fyrstu tvo leiki liðanna og tryggir sér því sæti í Olísdeildinni með sigri í kvöld. Þetta hafa verið hörkuleikir og ljóst að KA þarf á öllum þeim stuðning sem í boði er til að klára verkefnið