Baráttan í Olís deildinni í handboltanum fer senn að hefjast en karlalið KA tekur á móti Akureyri í fyrsta leik þann 10. september og kvennalið KA/Þórs tekur á móti stórliði Vals 15. september. Bæði lið unnu sér sæti í deild þeirra bestu með frábærri frammistöðu í Grill 66 deildinni á síðustu leiktíð og framundan er spennandi vetur.
Ársmiðasala er hafin fyrir tímabilið og er eina vitið að tryggja sér eintak enda verður líf og fjör í KA-Heimilinu á leikjum okkar liða. Miðarnir eru til sölu í afgreiðslu KA-Heimilisins en auk þess eru leikmenn KA og KA/Þórs með miða til sölu.
Ársmiði hjá hvoru liði kostar 20.000 krónur en hann veitir aðgang að hálfleikskaffi sem og 15 aðgöngumiða á heimaleikina. Karlalið KA leikur 11 heimaleiki í deildinni og því er hægt að bjóða með sér á nokkra leiki.
Athugið að ef keyptur er ársmiði hjá bæði KA og KA/Þór þá fást þeir saman á 30.000 krónur sem gerir sparnað upp á 10.000 krónur.