Fréttir

Íslandsmót yngra árs 6. flokks drengja og stúlkna

Um helgina fer fram fyrsta mót vetrarins hjá 6. flokki yngra árs drengja og stúlkna en mótið fer fram á Akureyri og er í umsjón bæði KA og Þór. Alls verða fimm slík mót haldin fyrir þennan aldursflokk í vetur.

ÍBV afgreiddi KA/Þór í seinni hálfleik

KA/Þór tók á móti ÍBV í 3. umferð Olís deildar kvenna í KA-Heimilinu í kvöld. Töluverð bjarstýni var fyrir leikinn enda höfðu stelpurnar unnið frábæran útisigur á Haukum í síðustu umferð á sama tíma og ÍBV hafði tapað gegn nýliðum HK á heimavelli

KA/Þór - ÍBV kl. 19:30 í kvöld!

Það er alvöru handboltaleikur í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA/Þór tekur á móti ÍBV í 3. umferð Olís deildar kvenna. Athugið að leikurinn fer fram klukkan 19:30 en ekki 18:00 eins og upphaflega stóð til

Arnór Ísak til Frakklands með U-17

Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 17 ára og yngri keppir á fjögurra liða móti í Frakklandi dagana 24.-28. október næstkomandi. KA á einn fulltrúa í hópnum og er það Arnór Ísak Haddsson. Maksim Akbashev er þjálfari liðsins

Pantaðu handboltatreyju fyrir helgi!

Handknattleiksdeild KA er með treyjusölu í gangi en hægt er kaupa bæði KA og KA/Þór treyjur í fullorðins- sem og barnastærðum. Tekið er við pöntunum til 28. september og er því um að gera að drífa sig að panta en treyjurnar verða afhendar fyrir næsta heimaleik

Ólöf Marín í U-19 og Rakel Sara í U-17

Á dögunum voru valdir æfingahópar fyrir yngri landsliðin í handboltanum og á KA/Þór tvo fulltrúa í þeim hópum. Ólöf Marín Hlynsdóttir var valin í U-19 ára landsliðshópinn og Rakel Sara Elvarsdóttir var valin í U-17 ára landsliðið

KA U með tvo útisigra um helgina

Strákarnir í Ungmennalið KA gerðu heldur betur góða ferð suður um helgina þar sem þeir léku fyrstu leiki sína í 2. deild karla

KA/Þór lagði Hauka á Ásvöllum

Það var krefjandi verkefni sem KA/Þór átti fyrir höndum er liðið sótti Hauka heim að Ásvöllum í Olís deild kvenna enda Haukum spáð góðu gengi í vetur og á toppnum eftir stórsigur í fyrstu umferð. Á sama tíma höfðu okkar stelpur tapað fyrsta leik gegn sterku liði Vals eftir erfiða byrjun

Fyrsta tap vetrarins raunin í Safamýri

KA sótti Framara heim í 3. umferð Olís deildar karla en fyrir leikinn var KA á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, heimamenn í Fram voru hinsvegar með 1 stig eftir jafntefli gegn Val í fyrstu umferð. Báðum liðum var spáð botnbaráttu fyrir tímabilið og ljóst að gríðarlega mikilvæg stig væru í húfi

Útileikir hjá KA og KA/Þór í dag

Handboltinn er svo sannarlega kominn á fullt en bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs eiga útileik í Olís deildunum í dag. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á leiki dagsins en fyrir ykkur sem ekki eruð fyrir sunnan þá eru jákvæðar fréttir því báðir leikir verða í beinni