Handknattleiksdeild KA heldur kynningarkvöld sitt á fimmtudaginn klukkan 20:30 í KA-Heimilinu næstkomandi. Farið verður yfir komandi vetur hjá KA og KA/Þór en bæði lið leika einmitt í deild þeirra bestu eftir frábært gengi á síðasta tímabili.
Þjálfarar liðanna munu kynna leikmannahópinn og þá verður ýmislegt skemmtilegt í boði. Það er um að gera að mæta á svæðið og koma sér í gírinn fyrir skemmtilegan handboltavetur.
Bæði lið munu hefja leik á heimavelli en karlalið KA tekur á móti Akureyri mánudaginn 10. september og kvennalið KA/Þórs tekur á móti Val laugardaginn 15. september.
Þá minnum við á að sala ársmiða er í fullum gangi og verður að sjálfsögðu hægt að versla ársmiða á kynningarkvöldinu. Ársmiði hjá hvoru liði kostar 20.000 krónur en hann veitir aðgang að hálfleikskaffi sem og 15 aðgöngumiða á heimaleikina. Karlalið KA leikur 11 heimaleiki í deildinni og því er hægt að bjóða með sér á nokkra leiki.
Athugið að ef keyptur er ársmiði hjá bæði KA og KA/Þór þá fást þeir saman á 30.000 krónur sem gerir sparnað upp á 10.000 krónur.