KA/Þór barst í dag gríðarlegur liðsstyrkur þegar Sólveig Lára Kristjánsdóttir skrifaði undir eins árs lánssamning við liðið. Hún kemur til liðsins frá ÍR en hún er öflug vinstri skytta sem mun bæta bæði varnar- og sóknarlínu liðsins mikið.
Sólveig Lára er kærasta Valþórs Atla Guðrúnarssonar sem gekk í raðir Akureyrar Handboltafélags og þökkum við þeim í Akureyri kærlega fyrir aðstoðina við að landa Sólveigu í raðir KA/Þórs.
Fyrsti leikur vetrarins er heimaleikur gegn Val þann 15. september og verður gaman að sjá Sólveigu leika listir sínar. Við bjóðum hana að sjálfsögðu velkomna norður!