05.06.2018
Áki Egilsnes var besti leikmaður karlaliðs KA á nýliðnu tímabili í handboltanum en liðið tryggði sér eins og flestir ættu að vita sæti í deild þeirra bestu. Áki var upptekinn á landsliðsæfingum í Færeyjum þegar lokahófið fór fram og fékk því bikarinn nú fyrir skömmu
31.05.2018
Í vikunni voru æfingahópar fyrir drengjalandslið skipuð leikmönnum undir 16 og undir 15 ára aldri. KA skipar stóran sess í þessum hópum en í U16 á KA 4 fulltrúa og í U15 á KA 3 fulltrúa. Maksim Akbachev og Örn Þrastarson eru þjálfarar hópsins og er þetta frábært tækifæri fyrir strákana til að sýna sig
31.05.2018
Handknattleiksdeild KA bryddar upp á mjög skemmtilegri nýjung þetta sumarið en það er strandhandboltamót. Mótið verður í Kjarnaskógi laugardaginn 23. júní og verður leikið í blönduðum flokki það er að segja að strákar og stelpur munu spila saman
26.05.2018
Lokahóf Handknattleikssambands Íslands fór fram í gær og var mikið um dýrðir. Að venju voru þeir leikmenn og þjálfarar sem þóttu standa uppúr verðlaunaðir og fór töluvert fyrir handknattleiksdeild KA á hófinu enda tryggðu bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs sér sæti í deild þeirra bestu á nýliðinni leiktíð
24.05.2018
U-16 ára landslið kvenna í handbolta er á leiðinni til Svíþjóðar á European Open sem fer fram dagana 2.-6. júlí í Gautaborg. Stelpurnar eru með Frakklandi, Spáni, Finnlandi og Azerbaijan í riðli og á KA/Þór einn fulltrúa í hópnum og er það Rakel Sara Elvarsdóttir
24.05.2018
U-20 ára landslið kvenna í handbolta fer á HM í Ungverjalandi í sumar en liðið tryggði sæti sitt á mótinu með flottri frammistöðu í undanriðli sem fram fór í Vestmannaeyjum í mars. KA/Þór átti tvo fulltrúa í liðinu þegar HM sætið var tryggt en það voru þær Aldís Ásta Heimisdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir
22.05.2018
Lokahóf yngri flokka í handboltanum fór fram í síðustu viku en fyrir unga og efnilega krakka í 5. og 6. flokki (fædd 2004-2007) þá eru í boði sumaræfingar sem hefjast 29. maí. Æfingarnar hafa heppnast gríðarlega vel undanfarin ár og verið mikil ánægja en styrktaræfingar eru einnig í pakkanum enda mikilvægt að hlúa að þeim hluta
18.05.2018
Lokahóf yngri flokka hjá handknattleiksdeild KA fór fram í gær og var mikið líf og fjör á svæðinu. Að venju voru þeir sem stóðu uppúr verðlaunaðir en einnig var farið í hina ýmsu leiki og bar þar hæst reipitogskeppni milli iðkenda og foreldra sem sló vægast sagt í gegn! Lokahófinu lauk svo með frábærri pizzuveislu og er óhætt að segja að allir hafi farið heim með bros á vör
17.05.2018
Hið stórskemmtilega lokahóf hjá yngri flokkunum í handboltanum er í dag í KA-Heimilinu klukkan 18:00. Að venju verða verðlaunaafhendingar, pizzuveisla og hinir ýmsu leikir í boði. Við hvetjum að sjálfsögðu alla handboltakrakka til að mæta og auðvitað foreldra og forráðamenn til að njóta skemmtunarinnar
13.05.2018
Lokahóf handknattleiksdeildar KA fór fram um helgina og ríkti mikil gleði á svæðinu enda tryggði bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs sér sæti í deild þeirra bestu með frábærum árangri á nýliðnu tímabili. Eins og venja er voru þeir sem stóðu uppúr verðlaunaðir