Hannes Pétursson ljósmyndari kíkti við á Norðlenska Greifamótið um helgina og tók nokkrar skemmtilegar myndir. Flott stemning var í kringum mótið og ljóst að mikil ánægja var að fá alvöru handboltaleiki fyrir norðan fyrir tímabilið sem hefst 10. september hjá körlunum og 15. september kvennamegin.