11.07.2018
U-20 ára kvennalandslið Íslands lék í dag lokaleik sinn á HM í Ungverjalandi er liðið mætti Króatíu í leik um 9. sætið á mótinu. Stelpurnar mættu sterku liði Noregs í 16-liða úrslitum keppninnar í gær í svakalegum leik. KA/Þór átti tvo fulltrúa í hópnum en það voru þær Aldís Ásta Heimisdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir
11.07.2018
Hulda Bryndís Tryggvadóttir skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór í handboltanum. KA/Þór tryggði sér sigur í Grill 66 deildinni á nýliðnum vetri en stelpurnar töpuðu ekki leik í deildinni ásamt því að komast í undanúrslit Coca-Cola bikarsins
10.07.2018
U-18 ára landslið Íslands í handbolta mun leika á Evrópumeistaramótinu sem fer fram í Króatíu dagana 8.-20. ágúst. Liðið mun leika í D-riðli og andstæðingar Íslands eru Slóvenía, Svíþjóð og Pólland. Riðillinn verður leikinn í Varadin sem er nyrst í Króatíu
09.07.2018
Það er nóg um að vera hjá ungmennalandsliðum Íslands í handbolta um þessar mundir en U-20 ára kvennalandslið Íslands í handbolta er komið alla leiðina í 16-liða úrslit á Heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi eftir frábæra frammistöðu í riðlakeppninni
03.07.2018
Það er nóg um að vera hjá okkar fólki í verkefnum með unglingalandsliðunum í handboltanum þessa dagana. Þá eru bæði strákar og stelpur í 4. flokki stödd á Partille Cup í Svíþjóð þessa dagana þannig að það er sko ekkert sumarfrí hjá okkar fólki í handboltanum
30.06.2018
Olísdeildarlið KA/Þórs í handboltanum barst í dag gríðarlegur liðsstyrkur þegar króatíski markvörðurinn Olgica Andrijasevic skrifaði undir 2 ára samning við liðið. Sunna Guðrún Pétursdóttir og Margrét Einarsdóttir skiptu markmannsstöðunni með sér á síðasta tímabili en þær hafa báðar yfirgefið liðið fyrir komandi tímabil
30.06.2018
KA sendir annaðhvert ár 4. flokk drengja og stúlkna í handboltanum til Svíþjóðar á Partille Cup. Partille Cup er eitt stærsta handboltamót í heiminum og keppa iðulega um 15.000 handboltamenn á öllum aldri frá um 50 löndum á mótinu
28.06.2018
U-18 ára landslið Íslands í handbolta hóf í dag leik á Nations Cup í Lübecke í Þýskalandi. Strákarnir mættu Norðmönnum og eftir að Ísland hafði leitt 13-11 í hálfleik náðu strákarnir 5 marka forystu þegar skammt var eftir af leiknum. En Norðmennirnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í 1 mark, það var þó ekki nóg og Ísland fór með 26-25 sigur af hólmi
20.06.2018
Af óviðráðanlegum orsökum þurfum við að fresta strandhandboltamótinu sem átti að fara fram um helgina í Kjarnaskógi. Ekki er komin ný tímasetning á mótið en stefnt er að halda það í júlí eða ágúst. Tilkynning um nýja tímasetningu kemur um leið og hún hefur verið ákveðin
12.06.2018
Ásdís Guðmundsdóttir skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór í handboltanum. KA/Þór tryggði sér sigur í Grill 66 deildinni á nýliðnum vetri en stelpurnar töpuðu ekki leik í deildinni ásamt því að komast í undanúrslit Coca-Cola bikarsins