Fréttir

KA - ÍR í dag, líka ungmennamegin!

KA og ÍR berjast í KA-Heimilinu í dag í heildina um 4 stig en bæði aðallið og ungmennalið félaganna mætast. KA liðið byrjaði veturinn frábærlega en hefur nú tapað þremur síðustu leikjum og er ekki spurning að strákarnir ætla að koma sér aftur á beinu brautina með sigri

Handboltinn kynnir nýjar leikmannasíður

Handboltatímabilið er svo sannarlega komið af stað og hefur verið ótrúlega gaman að upplifa stemninguna í KA-Heimilinu bæði á leikjum KA og KA/Þórs. KA tekur á móti ÍR á morgun klukkan 17:00 og hvetjum við ykkur að sjálfsögðu öll að mæta og halda áfram þeirri stemningu og gleði sem ríkt hefur á heimaleikjunum

Myndir frá ungmennaslagnum

Ungmennalið Akureyrar og KA áttust við í skemmtilegum leik í Höllinni í gær þar sem fjölmargir mættu í stúkuna og létu í sér heyra. Eftir spennandi leik þá fóru Akureyringar með sigur af hólmi og hafa því montréttinn fram að næsta leik liðanna. Þórir Tryggvason ljósmyndari mætti í Höllina og tók nokkrar góðar myndir af okkar strákum

KA fékk Hauka og KA/Þór Aftureldingu

Í hádeginu var dregið í fyrstu umferð í Coca-Cola bikarnum í handboltanum og var eðlilega spenna í loftinu. Karlalið KA fékk heimaleik gegn Haukum í 32-liða úrslitum og verður spennandi að sjá þann leik enda ekki langt síðan KA vann ótrúlegan sigur á Haukum í deildinni

Önnur myndaveisla frá sigri KA/Þórs

Það var ansi gaman í KA-Heimilinu í gær þegar KA/Þór vann sinn fyrsta heimaleik í vetur með 23-19 sigri á Stjörnunni. Sigurinn var miklu meira sannfærandi en lokatölurnar gefa til kynna en stelpurnar leiddu með níu mörkum er 20 mínútur lifðu leiks

Akureyri vann en KA dæmdur 0-10 sigur

Það var alvöru bæjarslagur í Höllinni í kvöld þegar ungmennalið KA og Akureyrar áttust við. Töluverð spenna var fyrir leiknum enda margir flottir leikmenn í báðum liðum sem fá flottan möguleika á að láta ljós sitt skína í 2. deildinni

Bæjarslagur í kvöld hjá ungmennaliðunum

Það er áfram líf og fjör í handboltanum en í kvöld er sannkallaður bæjarslagur þegar ungmennalið KA sækir ungmennalið Akureyrar heim í Höllina. Leikurinn er liður í 2. deild karla og má búast við svakalegum leik eins og alltaf þegar liðin í bænum mætast

Myndaveisla frá sigri KA/Þórs í gær

Kvennalið KA/Þórs gerði sér lítið fyrir og vann ákaflega sannfærandi sigur á Stjörnunni í KA-Heimilinu í gær. Liðið leiddi leikinn frá upphafi og náði á tímabili níu marka forskoti. KA/Þór er því með 6 stig eftir fyrstu fimm leiki vetrarins og situr sem stendur í 3. sæti deildarinnar

KA/Þór vann frábæran sigur á Stjörnunni

KA/Þór tók á móti Stjörnunni í KA-Heimilinu í kvöld í 5. umferð Olís deildar kvenna. Stelpurnar höfðu unnið báða útileiki vetrarins en hinsvegar höfðu báðir heimaleikirnir tapast og sást langar leiðir að stelpurnar ætluðu sér að breyta því í kvöld. Byrjunin var eftir því og strax eftir fimm mínútna leik var staðan orðin 4-0 og spilamennskan algjörlega til fyrirmyndar

Sólveig Lára valin í A-landsliðshóp

Axel Stefánsson landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna í handknattleik valdi 20 manna æfingahóp sem kemur saman dagana 27.-29. október. Við í KA/Þór eigum einn fulltrúa í hópnum og er það hún Sólveig Lára Kristjánsdóttir