Stjörnuhraðlestin hélt áfram sigurgöngu sinni þegar þær mættu norður yfir heiðar í dag og unnu stórsigur 16-33 á KA/Þór.
Í upphafi leiks var þó jafnræði með liðunum en eftir korters leik tóku Stjörnustúlkur öll völd á vellinum og stungu hreinlega af. KA/Þór var í erfiðleikum með sterka Stjörnuvörnina og þar fyrir aftan var Florentina óárennileg. Ekki nóg með að hún verði heldur dældi hún boltum fram í hraðaupplaup sem skópu forskot Stjörnunnar.
Hálfleiksstaðan var 6-17 og úrstlitin ráðin. Stjarnan hóf seinni hálfleikinn með sömu látunum en sóknarlega gekk ekkert hjá heimastúlkum. Þegar leið á hálfleikinn hresstust þær þó en lokatölur urðu 16-33.
Ekki mikið um hann að segja, stelpurnar virtust bera full mikla virðingu fyrir toppliðinu og því fór sem fór. Markvarslan hjá KA/Þór var langljósasti punkturinn í leiknum en bæði Sunna Pétursdóttir og Lína Aðalbjargardóttir stóðu sig með miklum ágætum.
Mörk KA/Þór: Martha Hermannsdóttir 4, Katrín Vilhjálmsdóttir 3, Stefanía Theodórsdóttir 2, Klara Fanney Stefánsdóttir 2, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Erna Davíðsdóttir 1, Laufey Lára Höskuldsdóttir 1, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 1.
Mörk Stjörnunnar: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 9, Sólveig Lára Kjærnested 7, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 6, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 4, Helena Rut Örvarsdóttir 3, Guðrún Ósk Kristjánsdóttir 2, Þórhildur Gunnarsdóttir 2.
Jón Óskar sendi okkur myndirnar frá leiknum en hér er hægt að skoða fleiri myndir.