ATH leik frestað vegna veðurs - Undanúrslit í bikarnum hjá 4. flokki kvenna

Nú á morgun, fimmtudag, spilar yngra árið hjá 4. flokk kvenna undanúrslitaleik við stolt Breiðholtsins, ÍR í KA heimilinu.
Það þarf ekkert að fara í einhverjar málalengingar hvað er undir í þessum leik, ferð í Höllina í sjálfan bikarúrslitaleikinn.

ÍR stelpurnar munu eflaust selja sig dýrt en stuðningur foreldra og Akureyringa almennt getur skipt höfuð máli.

Formaður unglingaráðs, Jón Árelíus mun persónulega gefa þeim áhorfanda sem styður hvað best, eitt stykki high five og prins póló í leikslok.

Fjölmennum á pallana á morgun klukkan 18:00 í KA heimilinu og búum til alvöru bikarstemmingu!