Þjálfarar u-16 landsliðs kvenna, þeir Jón Gunnlaugur og Halldór Stefán hafa nú valið 25 manna úrtakshóp sem mun vera við æfingar 24. - 30. mars nk. Í þessum hópi eru hvorki meira né minna en þrjár stúlkur frá KA/Þór.
Það eru þær: Ásdís Guðmundsdóttir (miðja/v.skytta), Sunna Guðrún Pétursdóttir (markmaður) og Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir (h.skytta).
Hilmar Guðlaugsson þjálfari u-18 landsliðs kvenna hefur einnig valið hóp sem kemur til æfinga dagana 24. - 30. mars nk. Þessi hópur inniheldur 22 leikmenn og á KA/Þór einn fulltrúa í þessu liði. Það er hún Birta Fönn Sveinsdóttir. Birta spilar bæði sem skytta og hornamaður.
Næsta verkefni hjá u-18 liðinu er Opna evrópska mótið (European Open) en það fer fram í Gautaborg í byrjun júlí.
Að lokum þá hefur Einar Guðmundsson, þjálfari u-18 landsliðs drengja valið 14 manna hóp sem mun fara til Danmerkur dagana 4. - 6. apríl nk. og leika þrjá æfingaleiki við Dani. KA-menn eiga sinn fulltrúa í þessum hóp en það er Benedikt Línberg Kristjánsson. Benedikt spilar sem skytta eða miðjumaður.
Við viljum því óska þessum einstaklingum innilega til hamingju með að vera valin og óskum þeim góðs gengis á æfingum og leikjum með landsliðunum.