4. flokkur kvenna KA/Þór leikur tvo leiki í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins. Yngra árið í dag, 24.apríl og eldra árið á laugardaginn.
Yngra árið, sem eru nýkrýndir deildarmeistarar, mætir Þrótti kl. 17:00 í KA-heimilinu í dag 24. apríl og eldra árið sem endaði í 2. sæti í sinni deild tekur á móti Fram þann 26. apríl kl. 18:00 í KA-heimilinu.
Þar sem liðin stóðu sig svona vel í vetur eigum við heimaleikjaréttinn í 8-liða úrslitum og undanúrslitum komist liðin þangað. Því viljum við hvetja fólk til að fjölmenna á leikina og styðja stelpurnar til sigurs, það er virkilega gaman að eiga svona sterk kvennalið í þessum aldursflokki og ljóst að framtíðin lofar góðu.