Nú er lokið öllum fimm mótum hjá strákunum í 5. flokki, en samanlagður árangur í þessum fimm mótum ræður lokaniðurstöðum í flokknum. Strákarnir á eldra ári voru heldur betur í eldlínunni í vetur, í 1. deildinni unnu KA1 strákarnir 1. og 3. mótið en höfnuðu í 2. sæti þegar upp var staðið og hlutu því silfurverðlaunin á Íslandsmótinu.
KA var reyndar með tvö lið á eldra árinu og stóð KA2 sig með miklum ágætum líka. Þeir byrjuðu í 3. deild en að loknum þremur mótum unnu þeir sig upp í 2. deild og héldu sæti sínu þar þannig að segja má að árgangurinn hafi staðið sig með miklum ágætum í vetur.
Yngra árið í 5. flokki stóð sig sömuleiðis með miklum ágætum. Strákarnir unnu eitt af mótunum og enda trúlega í 3.-5. sæti samanlagt eftir veturinn.
Það er ljóst að það er mikill og góður efniviður sem félagið á í þessum strákum sem örugglega koma enn sterkari til leiks næsta haust til átaka við ný verkefni.
Þá má geta þess að strákarnir í 6. flokki gerðu líka fína hluti á sínum mótum og mæta sömuleiðis klárir til leiks á næsta hausti.