Þær Aldís Ásta Heimisdóttir, Arnrún Eik Guðmundsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Lísbet Perla Gestsdóttir, Sunna Guðrún Pétursdóttir, Una Kara Vídalín, Þóra Stefánsdóttir og Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir eru nú staddar í Reykjavík á landsliðsæfingum með u-16 ára liði kvenna. Stelpurnar hafa staðið sig stórkostlega í vetur og verið í toppbaráttu í öllum keppnum og landaði yngra árs liðið meðal annars deildarmeistaratitli á meðan eldra árið lenti í 2. sæti í sinni keppni. Að auki fóru bæði lið í bikarúrslit.
Stelpurnar átta eru vel að þessu komnar og nú er það undir þeim að standa sig á æfingunum og sýna hvers þær eru megnugar. Hvernig sem það gengur mega þær þó vera virkilega stoltar af árangrinum og við verið bjartsýn fyrir framtíðinni í kvennahandboltanum á Akureyri.