Birta Fönn Sveinsdóttir handboltakona úr KA/Þór er þessa dagana í Gautaborg í Svíþjóð að keppa með U-18 ára landsliði Íslands á opna EM mótinu. Fyrsti leikur liðsins var í dag og unnu þær öruggan sigur á Austurríki og skoraði Birta 2 mörk. Nánar er hægt að fylgjast með mótinu á vef HSÍ.