Markvörðurinn Aron Elí Gíslason hefur verið lánaður út tímabilið til Magna á Grenivík. Samhliða því hefur KA samið við Kristijan Jajalo út keppnistímabilið 2019.
Um leið og við óskum Aroni alls hins besta hjá vinum okkar í Magna bjóðum við Kristijan velkominn í KA. Kristijan kemur til liðs við KA frá Grindavík þar sem hann hefur spilað síðustu 3 ár.