Stuðningsmannakvöld á mánudaginn

Veislan fer að hefjast! (mynd: Þórir Tryggva)
Veislan fer að hefjast! (mynd: Þórir Tryggva)

Það er farið að styttast allsvakalega í fótboltasumarið og ríkir mikil eftirvænting hjá okkur KA mönnum fyrir veislunni. Framundan er þriðja sumarið í röð hjá KA í deild þeirra bestu en fyrsti leikur er útileikur gegn ÍA laugardaginn 27. apríl næstkomandi.

Á mánudaginn klukkan 20:00 verður stuðningsmannakvöld í KA-Heimilinu þar sem allir sem hafa áhuga geta mætt og hlustað á Óla Stefán Flóventsson þjálfara KA ræða um sumarið. Léttar veitingar verða í boði og er aðgangur ókeypis.

Við munum hefja sölu á ársmiðum á sama tíma og hvetjum við ykkur eindregið til að mæta á mánudaginn. Hin hefðbundna leikmannakynning verður svo miðvikudaginn 24. apríl.